Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

júní 2020

Skógardagur í Smalaholti

Með Fréttir

Skógræktarfélag Garðabæjar stendur að skógardegi í Smalaholti laugardaginn 20. júní kl. 13-15.

Boðið verður upp á ratleik fyrir alla fjölskylduna.

Lagt verður af stað frá bílastæðinu í Smalaholti við Elliðavatnsveg.

Viðburðurinn er hluti af ,,Lífi í lundi“ en undir merkjum þess er blásið til viðburða í skógum víða um land.

 

Höfum gaman saman í skóginum!

 

Skógræktarfélag Garðabæjar

 

Efnt var til ratleiks í skóginum í Sandahlíð á Skógardeginum í fyrra.

Vinnukvöld í Smalaholti

Með Fréttir

Tíu félagar úr Skógræktarfélagi Garðabæjar mættu í Smalaholtið þriðjudaginn 9. júní  í góðu veðri til að vinna að ýmsum umbótum í skóginum kringum Trjásýnistíginn. Borinn var áburður á tré, slegin lúpína frá trjánum, tré snyrt og trjástubbar sagaðir. Einnig voru staurar með trjámerkingum málaðir.

 

Það voru sælir og ánægðir félgar sem settust niður í Furulundi eftir vel unnin verk til að fá sér hressingu, en Furulundur er áningarstaður fyrir ofan Trjásýnistíginn.

Vinnukvöld 9. júní

Með Fréttir

Skógræktarfélag Garðabæjar stendur fyrir vinnukvöldi þriðjudagskvöldið 9. júní. Hist verður í aðstöðu félagsins við Vífilsstaðavatn kl. 19 og haldið þaðan í Smalaholt og hugsanlega einnig í Sandahlíð.

Sinna þarf ýmsum verkefnum svo sem áburðargjöf á valdar plöntur, saga stubba eftir jólaskóg, reita lúpínu frá plöntum, mála staura og borð, klippa greinar frá stígum, merkja nýtt stígstæði og tína rusl.

Fólk er hvatt til að koma með kaffi í brúsa eða aðrar veitingar til að njóta að verki loknu.

Allir velkomnir!