Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

júní 2017

Brynjudalsferð 2017

Með Fréttir

Brynjudalsferð


Gróðursetningarferð í reit Skógræktarfélagsins uppi í Brynjudal verður farin þriðjudaginn 27. júní.


Mæting kl.18:00 við aðstöðu félagsins austan Vífilsstaði og sameinast í bíla. Þeir sem vilja mæta beint í Brynjudalinn er það velkomið um kl.19.

 

Sjáumst sem flest og njótum fegurðar Brynjudalsins og trjánna okkar.


Gróðursetning Hofsstaðaskóla 2017

Með Fréttir

Gróðursetning í Sandahlíð

Fjórðubekkingar úr Hofsstaðaskóla mættu í Sandahlíð í mildu en svölu veðri þriðjudaginn 5. júní til að setja niður birkiplötur sem skólinn fékk úthlutað úr Yrkjusjóði. Um 80 nemendur voru áhugasamir við gróðursetningu með umsjónarkennurum sínum undir leiðsögn Erlu Biljar Bjarnardóttur, formanns Skógræktarfélagsins. Síðast og ekki síst nutu þeir þess að leika á svæðinu og borða nesti við útiborðin á Sandaflöt innan um sívaxandi skóg í Sandahlíð. Að loknu verki gengu nemendur til baka í skólann m.a. í gegnum Smalaholtið.​