Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Nýjar gönguleiðir

Með Fréttir

Nýjar gönguleiðir á útivistarsvæðum Garðabæjar

 

Nýjum útivistarstígum hefur fjölgað í sumar, með verkefnum skógræktarhópa bæjarins.

Leiðin fyrir Hlíðarhorn vestur fyrir enda Vífilsstaðahlíðar lokar hring. Ef gengið er inn með Vífilsstaðavatni, upp í Gunnavatnsskarð, um Grunnuvötn, niður með Vífilsstaðahlíð og fyrir Hlíðarhorn að bílastæðinu við lækinn þ.e.  aðkomu Vífilsstaðavatns. Þarna uppá Grunnuvötnum er hægt að tína ber, bæði bláber og krækiber, skoða Vífilsstaðaselið og víðsýnt er frá brún Vífilsstaðahlíðar. Gönguleiðin er númer 6 á Útivistarkortinu gönguleiðir í Garðabæ, göngutími um 90 mín.

                                   Utsyni_fra_Grunnavatnsskardi

                                   Útsýni frá Grunnavatnsskarði

 

Vífilsstaðavatnshringurinn: Þeir sem óska að bæta við hringinn umhverfis Vífilsstaðavatn, lengja göngutúrinn með því að fara inná stíginn fyrir Hlíðarhorn og sveigja yfir Elliðavatnsveg á lækjarstíg sunnan Vífilsstaða og loka hringnum t.d. á Vífilsstöðum. Göngutími þessarar hringleiðar er um 60 mín.

Veljið öruggar gönguleiðir, best fjarri umferðagötum.

Ef gengið er upp með Vífilsstaðavegi og um brúna yfir Reykjanesbraut, ætti göngufólk að velja sér leið um hlaðið á Vífilsstöðum. Í stað þess að ganga utan í vegkanti Vífilsstaðavegar, sem er hættuleg gönguleið.  Stígurinn austur frá Vífilsstöðum hefur nýlega verið lagfærður.

Einnig er nýi göngustígurinn meðfram Vetrarbraut tenging á þessa gönguleið gegnum Vífilsstaði, t.d. fyrir íbúa í Hnoðraholti.

 

                                 Stgur_austur_fr_Vfilsstum_a

                                 Stígur austur frá Vífilsstöðum

 

Smalaholtið gefur orðið fleiri möguleika til gönguleiða.

Þar hafa verið lagðir tveir nýir göngustígar. Annar var opnaður í fyrra og liggur hann frá raflínumastri vestan í Smalaholtinu upp hlíðina og síðan austur með hábrún holtsins og endar við reiðstíg. Í sumar var síðan lagður stígur neðar í holtinu til baka frá enda fyrri stígsins á móts við reiðstíginn.

Neðri stígurinn liggur gegnum skógræktarreiti ýmissa félagasamtaka í Garðabæ og frá honum eru tengingar að rjóðrum í reitunum þar sem eru borð og bekkir sem félögin hafa sett upp.

Gangan eftir þessum tveimur stígum tekur um 30 – 40 mínútur. Við efri stíginn hefur verið komið fyrir bekkjum þar sem hægt er að njóta stórkostlegs útsýnis yfir Vífilsstaðavatn, Garðabæ, Hafnarfjörð, Flóann og Reykjanesið.

 

                                 Utsyni_fra_Smalaholti     

                                 Horft yfir Vífilsstaðavatn frá göngustígnum í Smalaholti   

 

Skógræktarátak 2010

Með Fréttir

Ungir Garðbæingar í skógræktarátaki 2010

 

Á annað hundrað ungmenni unnu við umhirðu og ræktun á útivistarsvæðum Garðabæjar í júní og júlí. Verkefnin voru liður í atvinnuátaki sem gerður var samningur um milli Skógræktarfélags Íslands, Garðabæjar og Skógræktarfélags Garðabæjar. Meginverkefni sumarsins voru lagning og viðhald göngustíga, hefting lúpínu og hreinsun rusls á útivistarsvæðunum en einnig fengust ungmennin við áburðargjöf, þökulagnir, gróðursetningu, niðurrif og viðhald girðinga og önnur tilfallandi verkefni.

Helstu athafnasvæði unga fólksins voru ræktunarsvæði Skógræktarfélags Garðabæjar í Smalaholti og í Sandahlíð, friðlandið við Vífilsstaðavatn, Urriðaholt og fjörur og hraun í bæjarlandinu.

 

aIMG_3725    aIMG_3739

 

Af verkefnum sumarsins ber einna hæst gerð nýrra stíga í Smalaholti og um Hlíðarhorn vestan í Vífilsstaðahlíð. Nýi göngustígurinn í Smalaholti tengist öðrum stíg sem lagður var ofar í holtinu í fyrra sumar og saman mynda þeir skemmtilega og fjölbreytta hringleið um skógræktarsvæðið. Stígurinn um Hlíðarhorn liggur frá plani við Vífilsstaðavatn suður fyrir enda hlíðarinnar í átt að Maríuvöllum. Er mál manna að lagning stígsins hafi verið orðin löngu tímabær enda tengir hann saman tvö afar vinsæl útivistarsvæði í bæjarlandinu, annars vegar friðlandið við Vífilsstaðavatn og hins vegar sunnanverða Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk.

 

 aIMG_3703 aIMG_3708 aIMG_3768

 

Enn fremur var mikil áhersla lögð á heftingu lúpínu í friðlandinu við Vífilsstaðavatn og á svæðum Skógræktarfélagsins. Tilgangur heftingarinnar er einkum að koma í veg fyrir að lúpínan breiðist frekar út með tilheyrandi raski á því fjölbreytta dýra- og plöntulífi sem fyrir er á svæðunum. Á skógræktarsvæðunum var einnig gert átak í að klippa lúpínu frá lágvöxnum trjáplöntum sem stendur nokkur ógn af henni.

 

aIMG_3789 aIMG_3787

aIMG_3791 aIMG_3779

 

Með almennri umhirðu, stígagerð og annarri uppbyggingu á útivistarsvæðunum er komið til móts við þann mikla fjölda fólks sem nýtir sér þau allan ársins hring, sem fylgir nokkur ágangur. Vinsældum svæðanna fylgir óneitanlega nokkurt rask á gróðri og aðstöðu. Er því nauðsynlegt að sinna vel umhirðu og viðhaldi á næstu árum.

 

Einar Örn Jónsson

umsjónarmaður skógræktarsvæða Skógræktarfélags Garðabæjar

 

Matthías Ólafsson

umsjónarmaður atvinnuátaks Garðabæjar og Skógræktarfélags Íslands

Gróðursetning Grænu bylgjunnar

Með Fréttir

Gróðursetning Grænu bylgjunnar

 

Föstudaginn 21. maí komu börn frá grunnskólum á öllu höfuðborgarsvæðinu saman innan síns sveitarfélags til að gróðursetja tré undir hatti Grænu bylgjunnar (Green Wave), sem er alþjóðlegt verkefni sem „Samningurinn um líffræðilegan fjölbreytileika“ stendur fyrir í tengslum við dag líffræðilegs fjölbreytileika 22. maí. Þennan dag gróðursetja börn um víða veröld tré og mynda þannig Græna bylgju um allan heiminn, en viðburðinum er ætlað að vekja athygli á hugtakinu líffræðilegur fjölbreytileiki og leyfa skólabörnum að hafa áhrif, eitt tré og eitt skref í einu.

Skógræktarfélag Íslands, Yrkjusjóður – sjóður æskunnar til ræktunar landsins – og umhverfisráðuneytið efndu til þessa viðburðar á höfuðborgarsvæðinu, en þar var gróðursett innan hvers sveitarfélags – við Varmárskóla í Mosfellsbæ, við Gufunesbæ í Reykjavík, við Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, við skógarreit við Tungu (rétt hjá Lindaskóla) í Kópavogi, á Smalaholti í Garðabæ, á Víðistaðatúni í Hafnarfirði og við Álftanesskóla á Álftanesi. Tókst þetta vel til, en gróðursetjarar voru á öllum aldri, frá fyrsta upp í tíunda bekk.

Fjölmennasti viðburðurinn var í Reykjavík, enda flestir skólar innan þess sveitarfélags, og mættu þangað Vigdís Finnbogadóttir, fyrir hönd Yrkjusjóðs og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Auk þess mættu nemar (fullorðnir) í Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna og tóku þátt í að gróðursetja með börnunum.

 

           einargunnarsson                         gardaskoli                     

  Einar Gunnarsson hjá Skógræktarfélagi Íslands flytur ávarp                                   Garðaskóli 

 

          sjalandsskoli                       hofsstadaskoli

                            Sjálandsskóli                                                                  Hofsstaðaskóli

 

          flataskoli

                                 Flataskóli

 

 

 

      i

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

hjakjhdkahdk      

Úttekt

Með Fréttir

Úttekt á skógum heimsins

 

Nú er búið að birta á vef Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, skýrslur allra landa sem tóku þátt í úttekt á skógum heimsins 2010 (e: GLOBAL FOREST RESOURCES
ASSESSMENT 2010 stytt: FRA2010): sjá:
http://www.fao.org/forestry/62318/en/
Þar á meðal er skýrsla Íslands. sjá: http://www.fao.org/forestry/20262-1-127.pdf
FAO er búið að gefa út lykilatriði (e: key findings) fyrir FRA2010 sjá: http://www.fao.org/forestry/fra/fra2010/en/
en lokaskýrslan er enn í vinnslu og á að koma út í október á þessu ári.

Vinnukvöld

Með Fréttir

Vinnu- og samverukvöld á þriðjudagskvöldum í maí og júní

 

Að venju hefjum við vinnukvöld vorsins nú í byrjun maí með hreinsunarátaki á skógræktarsvæðunum. Vinnukvöldin eru alltaf á þriðjudögum og er mæting kl. 20:00 við aðstöðu félagsins við Vífilsstaðaveg / Elliðavatnsveg. Alltaf er gott að taka með sér nesti.

 

Næsta þriðjudagskvöld 4. maí byrjum við á því að hreinsa til á svæðinu í Hádegisholti en hreinsunarátakinu í Garðabæ, Hreinsað til í nærumhverfinu, lýkur 7. maí.

 

Þriðjudagskvöldið 11. maí er síðan stefnt að því að hæla út nýjan stíg í Smalaholti, í framhaldi af stígnum sem lagður var þar í fyrrasumar. Næstu þriðjudaga þar á eftir verður hlúð að plöntum, hugað að gróðursetningum eða öðrum nauðsynlegum vorverkum á svæðunum.

 

Brynjudalsferðin margrómaða verður síðan farin þriðjudaginn 1. júní n.k. og þá er mæting kl. 18:00 frá aðstöðu félagsins.

 

Breytingar sem kunna að verða á þessari dagskrá verða kynntar jafnóðum á heimasíðu félagsins.

Aðalfundur 2010

Með Fréttir

 Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2010

 

Af_aalfundi_2010                                  Hluti_stjrnar_2010

                       Af aðalfundi                                                                                                     Hluti stjórnar


Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2010 var haldinn mánudaginn 15. mars í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, auk venjulegra aðalfundastarfa hélt Ólafur Njálsson frá Nátthaga erindið „Aukin fjölbreytni í yndisskógrækt“.

 

Formaður félagsins Erla Bil flutti skýrslu stjórnar þar sem m.a. kom fram að félagið naut góðs af atvinnuátaki skógræktarfélaganna og Garðabæjar við gerð göngustígar í Smalaholti sumarið 2009.
Félagið réði einnig sl. sumar umsjónarmann til umhirðu á svæðanna og  til skipulagningar verkefna átakshópa á skógræktarsvæðunum m.a. við stígagerð.

Barbara gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins yfir árið 2009 sem stendur vel fjárhagslega. Félagsgjald var ákveðið óbreytt eða kr. 1500 fyrri einstakling, kr. 2000 fyrir hjón og 250 kr. fyrir börn yngri en 20 ára.

 

Skógræktarfélagið ákvað á síðasta ári að ráðast í gerð heimasíðu og var hún opnuð formlega á aðalfundinum. Það gerðu Sigurður Þórðarson vefstjóri síðunnar og Sigurður Hafliðason sem er í vefstjórn. Síðuna hannaði Magnús Guðlaugsson, síðan er sett upp í „Joomla“ kerfi.

 

Að loknu kaffihléi hélt Ólafur Njálsson Gróðrarstöðinni Nátthaga mjög áhugvert erindi um Aukna fjölbreytni í yndisskógrækt

 

Kristrún Sigurðardóttir, varaformaður



Stjórn félagsins

Með Fréttir
Aðalfundur 2016 haldinn í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli

Stjórn milli aðalfunda 2015 – 2016

                               

Formaður:                                              Erla Bil Bjarnardóttir                  bil (hjá) internet.is

 

Varaformaður:                                       Kristrún Sigurðardóttir               kristrun (hjá) islandia.is

 

Ritari:                                                    Hildigunnur Halldórsdóttir                   hildah (hjá) hive.is

 

Gjaldkeri:                                               Barbara Stanzeit                        barbaras (hjá) internet.is   

 

Meðstjórnendur:                                   Björn Már Ólafsson

                                                              Sigurður Þórðarson               sigthordar (hjá) internet.is     

                                                              Sigurður Sigurkarlsson

 

Varastjórn:                                               Einar Örn Jónsson (vefstjóri)      skogverk (hja) gmail.com

                                                              Ásta Leifsdóttir

                                                              Heimir Sigurðsson

                                                              Smári Guðmundsson

 

Skoðunarmenn:                                     Ólafur Nilsson

                                                              Helgi K. Hjálmsson

 

Varaskoðunarmaður:                            Símon Ólafsson

 

Myndsafn Skóg-Gb

Með Fréttir

 

{swf;https://www.skoggb.is/images/Flash/myndsafn_skograektarfelags_gardabaejar.swf;[changeparams]width=720;height=540;play=true;quality=high;[/changeparams]}

 

 

Veður

Með Fréttir

{source}
<html>
<script type=“text/javascript“ src=“http://vedur.is/js/iframe.js“></script>
<script type=“text/javascript“><!–
VI.ifrm.type = ‘wst’;
VI.ifrm.area = 1;
VI.ifrm.lang = ‘is’;
VI.ifrm.displayWeather();
//–>
</script>
</html>
{/source}